Framboð til stjórnar og tilnefningarnefndar TM hf. á aðalfundi 12. mars 2020


Framboðsfrestur til stjórnar TM hf. rann út 7. mars 2020. Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins:

Í aðalstjórn (í stafrófsröð):

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri,
Einar Örn Ólafsson, fjárfestir,
Helga Kristín Auðunsdóttir, lögfræðingur LLM,
Kristín Friðgeirsdóttir, verkfræðingur Ph.D., og
Örvar Kærnested, fjárfestir.

Í varastjórn (í stafrófsröð):

Bjarki Már Baxter, lögmaður, og
Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri.

Tilnefningarnefnd félagsins lagði til í skýrslu sinni 18. febrúar 2020 að ofangreindir frambjóðendur skyldu skipa stjórn félagsins næsta starfsár, en nánari upplýsingar um frambjóðendurna má finna í skýrslu nefndarinnar sem fylgdi með tilkynningu til Kauphallar um aðalfundinn og birt var 18. febrúar sl. Þá hefur nefndin lagt mat á hvort framjóðendurnir séu óháðir gagnvart félaginu eða hluthöfum sem eiga 10% hlut í félaginu eða meira, sbr. 2. mgr. 16. gr. samþykkta félagsins. Er það mat nefndarinnar að allir frambjóðendur teljast óháðir TM hf. og daglegum stjórnendum þess. Eins og sakir standa ræður enginn hluthafi yfir 10% eða meira af heildarhlutafé eða atkvæðavægi í félaginu, einn eða í samstarfi við tengda aðila, þannig að hann teljist vera stór hluthafi í skilningi laga og félagssamþykkta. Mat á því hvort frambjóðendur væru óháðir stórum hluthöfum fór því ekki fram.

Með því að fjöldi frambjóðanda, bæði til aðalstjórnar og varastjórnar, er hinn sami og nemur fjölda stjórnarsæta í aðalstjórn og varastjórn, teljast framangreindir frambjóðendur sjálfkjörnir til setu í stjórninni næsta starfsár.

Framboðsfrestur til setu tveggja manna í tilefningarnefnd félagsins rann einnig út 7. mars. Til setu í nefndinni hafa boðið sig fram:

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins, og
Jakobína H. Árnadóttir, sviðsstjóri hjá Capacent.

Með vísan til gr. 1.4 í starfsreglum nefndarinnar mat stjórn félagsins á fundi sínum í dag að frambjóðendurnir væru óháðir félaginu og daglegum stjórnendum þess.

Þar sem fleiri framboð bárust ekki eru þær Ingibjörg og Jakobína sjálfkjörnar til setu í nefndinni næsta starfsár.