TM hf. hafa borist tilkynningar frá Kviku banka og Arion banka sem sinna viðskiptavakt með hlutabréf félagsins. Samkvæmt þeim telja téðir bankar að aðstæður séu með þeim hætti að heimilt sé að virkja ákvæði í samningunum um viðskiptavakt og víkja frá ákvæðum er varða fjárhæðir og verðbil á meðan slíkt ástand varir.
Nánari upplýsingar veitir Kjartan Vilhjálmsson, netfang kjartanv@tm.is.