TM hf. - Niðurstöður aðalfundar 12. mars 2020.


Á aðalfundi TM hf. í dag, 12. mars 2020, voru samþykktar tillögur um ráðstöfun tekjuafgangs félagsins, heimild til að kaupa eigin hluti m.a. á grundvelli endurkaupaáætlunar, starfskjarastefnu félagsins,þóknun til stjórnar, undirnefnda stjórnar og tilnefningarnefndar. Að auki var kosinn endurskoðendur fyrir starfsárið 2020.

Stjórnin félagsins, sem var sjálfkjörin, hefur skipt með sér verkum. Stjórnin er skipuð sem hér segir:

Í aðalstjórn:
Örvar Kærnested formaður,
Kristín Friðgeirsdóttir varaformaður,
Andri Þór Guðmundsson meðstjórnandi,
Einar Örn Ólafsson meðstjórnandi og
Helga Kristín Auðunsdóttir meðstjórnandi.

Í varastjórn:
Bjarki Már Baxter og
Bryndís Hrafnkelsdóttir.

Í tilnefningarnefnd félagsins fyrir næsta starfsár voru sjálfkjörnar:
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir og
Jakobína H. Árnadóttir.

PricewaterhouseCoopers ehf. var kosið endurskoðunarfélag TM starfsárið 2020.

Nánar um niðurstöður aðalfundarins vísast til viðhengis sem fylgir tilkynningu þessari.

Ársskýrslu félagsins fyrir árið 2019 má finna á heimasíðu félagsins eða á eftirfarandi slóð:

http://arsskyrsla.tm.is/

Attachment


Attachments

Aðalfundur TM 200312 - niðurstöður fundarins