Stöðugur rekstur



Árshlutareikningur Landsnets fyrir janúar – júní 2020 var lagður fram í dag.

Guðlaug Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsneti segir afkomu fyrirtækisins vera samkvæmt áætlun og reksturinn stöðugan þrátt fyrir krefjandi ytri aðstæður. 

 „ Við hjá Landsneti höfum verið að vinna við krefjandi aðstæður síðustu mánuði og því er það ánægjulegt að sjá að við höfum náð að halda rekstrinum stöðugum og samkvæmt áætlun.  Óveður setti svip á starfsemina í vetur og Covid-19 hefur haft áhrif bæði á okkur og viðskiptavini okkar.  Eins og hjá öðrum eru langtímaáhrifin óljós en við hjá Landsneti fylgjumst vel með framvindunni.  Við höfum lagt áherslu á að halda verkefnunum okkar gangandi á sama tíma og við lögðum áherslu á að tryggja öryggi og heilsu starfsfólksins.  Í þessum aðstæðum hefur framkvæmdum miðað vel áfram og það stefnir í að árið verði eitt af stærstu framkvæmdaárum Landsnets.  Í byrjun árs sóttum við aftur fjármögnun frá Bandaríkjunum þar sem okkur var vel tekið og sýnir það vel traustið sem Landsnet hefur á fjármálamarkaði. „

Helstu atriði árshlutareiknings:

Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT)1 nam 22,0 m. USD (3.045,6 millj.kr ) samanborið við 29,9 m. USD (4.141,9 millj.kr) árið áður.  Hagnaður Landsnets hf. samkvæmt rekstrar-reikningi nam 13,3 m. USD (1.849,9 millj.kr) fyrstu 6 mánuði ársins 2020 samanborið við 19,8 m. USD (2.737,4 millj.kr ) á sama tímabili árið 2019.  
Heildareignir félagsins í lok tímabilsins námu 880,6 m. USD (122.036,7 millj.kr) samanborið við 852,3 m. USD (118.112,7 millj.kr ) í lok árs 2019. Heildarskuldir námu í lok tímabilsins 486,2 m. USD (67.383,0 millj.kr) samanborið við 461,0 m. USD (63.884,8 millj.kr) í lok árs 2019.  Sótt var fjármögnun á Private Placement markaði í Bandaríkjunum í febrúar að fjárhæð 100 m. USD.  Í mars var greidd lokagreiðsla af stofnláni við Landsvirkjun að fjárhæð 68,2 m. USD.
Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins var 44,8% samanborið við 45,9% í lok ársins 2019. Eigið fé í lok tímabilsins nam 394,4 m. USD (54.653,7 millj.kr) samanborið við 391,3 m. USD (54.227,9 millj.kr) í lok árs 2019. 
Handbært fé í lok júní nam 41,4 m. USD (5.732,6 millj.kr) og handbært fé frá rekstri á tímabilinu nam 25,5 m. USD (3.538,1 millj. kr).

Nánari upplýsingar gefur Guðlaug Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsnets, sími 563-9300 eða á netfanginu gudlaugs@landsnet.is

Nánar á www.landsnet.is  þar sem hægt er að nálgast ársreikninginn.



1 Til viðmiðunar eru sýndar íslenskar krónur, notast var við gengið USD/ISK 138,58


Viðhengi



Attachments

Tilkynning til Kauphallar - Landsnet árshlutareikningur 300620 Landsnet árshlutareikn 300620