Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar-júní 2020
Árshlutareikningur Byggðastofnunar fyrir tímabilið janúar-júní 2020, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 28. ágúst 2020.
Tap tímabilsins nam 76,9 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall í lok júní skv. eiginfjárákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var 20,0%.
Um stofnunina gilda lög um Byggðastofnun nr. 106/1999 og reglugerð nr. 347/2000. Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. Í samræmi við hlutverk sitt undirbýr, skipuleggur og fjármagnar stofnunin verkefni og veitir lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Fjármögnun verkefna skal eftir föngum vera í samstarfi við aðra. Stofnunin skipuleggur og vinnur að atvinnuráðgjöf í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og aðra haghafa. Byggðastofnun fylgist með þróun byggðar í landinu, m.a. með gagnasöfnun og rannsóknum. Stofnunin getur gert eða látið gera áætlanir um þróun byggðar og atvinnulífs í þeim tilgangi að treysta búsetu og atvinnu í byggðum landsins.
Helstu niðurstöður úr árshlutareikningi Byggðastofnunar janúar-júní 2020
- Tap tímabilsins nam 76,9 milljónum króna.
- Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki var 20,0% en skal að lágmarki vera 8% auk 2,5% verndunarauka, eða samtals 10,50%.
- Hreinar vaxtatekjur voru 265 milljónir króna eða 41,8% af vaxtatekjum, samanborið við 253 milljónir króna (41,5% af vaxtatekjum) hreinar vaxtatekjur árið 2019.
- Laun og annar rekstrarkostnaður nam 276,7 milljónum króna samanborið við 288,4 milljónir árið 2019.
- Eignir námu 18.852 milljónum króna og hafa hækkað um 2.376 milljónir frá árslokum 2019. Þar af voru útlán 15.796 milljónir samanborið við 13.039 milljónir í lok árs 2019.
- Skuldir námu 15.712 milljónum króna og hækkuðu um 2.453 milljónir frá árslokum 2019.
Horfur
Eiginfjárstaða stofnunarinnar er áfram sterk og gefur henni færi á að vera öflugur bakhjarl fyrirtækja á landsbyggðinni.
Áhrif COVID-19 á rekstur Byggðastofnunar hafa að mestu komið fram í fjölda beiðna um frestun greiðslna á lánum viðskiptavina hennar. Stofnunin er þátttakandi í samkomulagi viðskiptabanka, lánastofnana og lífeyrissjóða um tímabundna greiðslufresti á lánum fyrirtækja vegna heimsfaraldurs COVID-19 og gildir það til 30. september 2020. Það felur í sér að greiðslufrestir vegna áhrifa COVID-19 verði veittir til áramóta að hámarki.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar í síma 455 5400 eða á netfanginu adalsteinn@byggdastofnun.is
Lykiltölur úr árshlutareikningi og samanburður við fyrri ár
30.6.2020 | 2019 | 30.6.2019 | 2018 | 30.6.2018 | 2017 | |
Þús. kr. | Þús. kr. | Þús. kr. | Þús. kr. | Þús. kr. | Þús. kr. | |
Rekstrarreikningur | ||||||
Vaxtatekjur | 635.771 | 1.172.444 | 610.106 | 1.098.491 | 512.974 | 855.106 |
Vaxtagjöld | 370.277 | 662.991 | 356.982 | 630.646 | 285.375 | 428.828 |
Hreinar vaxtatekjur | 265.494 | 509.454 | 253.123 | 467.845 | 227.599 | 426.278 |
Rekstrartekjur | 273.876 | 645.486 | 281.410 | 616.573 | 296.438 | 549.588 |
Hreinar rekstrartekjur | 539.370 | 1.154.940 | 534.533 | 1.084.418 | 524.037 | 975.866 |
Rekstrargjöld | 616.295 | 1.059.525 | 509.786 | 971.031 | 461.344 | 876.235 |
Hagnaður (-tap) ársins | -76.925 | 95.415 | 24.747 | 113.387 | 62.693 | 99.631 |
Með rekstrargjöldum eru færð framlög í afskriftareikning útlána og matsbr. hlutafjár | ||||||
Framl. í afskriftarr. útlána og matsbr. hlutaf. | 161.543 | 182.258 | 78.868 | 114.851 | 25.226 | 111.179 |
Efnahagsreikningur | 30.6.2020 | 31.12.2019 | 30.6.2019 | 31.12.2018 | 30.6.2018 | 31.12.2017 |
Eignir | ||||||
Bankainnistæður | 634.392 | 474.679 | 2.196.940 | 1.102.471 | 1.188.208 | 1.089.861 |
Útlán til viðskiptavina | 15.795.676 | 13.850.098 | 13.039.452 | 12.113.274 | 12.078.084 | 10.463.653 |
Fullnustueignir | 379.010 | 441.010 | 363.902 | 347.510 | 330.010 | 340.510 |
Veltuhlutabréf | 609.080 | 585.845 | 587.355 | 571.706 | 564.108 | 594.926 |
Hlutdeildarfélög | 679.808 | 682.252 | 674.017 | 642.237 | 647.421 | 576.288 |
Skuldunautar | 14.982 | 26.599 | 6.023 | 29.713 | 4.535 | 14.147 |
Varanlegir rekstrarfjármunir | 738.683 | 414.975 | 184.794 | 79.403 | 69.416 | 53.858 |
Eignir samtals | 18.851.631 | 16.475.459 | 17.052.483 | 14.886.313 | 14.881.780 | 13.133.244 |
Skuldir og eigið fé | ||||||
Lántökur og skuldabréfa-útgáfur | 15.275.843 | 13.014.318 | 13.678.567 | 11.504.095 | 11.641.706 | 9.920.045 |
Óráðstöfuð framlög | 316.558 | 119.710 | 96.590 | 123.593 | 60.030 | 130.852 |
Aðrar skuldir | 120.059 | 125.336 | 131.899 | 137.944 | 110.057 | 75.053 |
Skuldir samtals | 15.712.460 | 13.259.364 | 13.907.056 | 11.765.633 | 11.811.793 | 10.125.951 |
Eigið fé | 3.139.170 | 3.216.095 | 3.145.427 | 3.120.680 | 3.069.987 | 3.007.293 |
Skuldir og eigið fé samtals | 18.851.631 | 16.475.459 | 17.052.483 | 14.886.313 | 14.881.780 | 13.133.244 |
Sjóðstreymi | 30.6.2020 | 2019 | 30.6.2019 | 2018 | 30.6.2018 | 2017 |
Handbært fé (-til) frá rekstri | 74.505 | 427.163 | 75.290 | 248.164 | -10.848 | 290.075 |
Fjárfestingarhreyfingar | -1.800.275 | -2.220.233 | -767.911 | -1.327.614 | -1.436.272 | -765.620 |
Fjármögnunarhreyfingar | 1.885.483 | 1.165.279 | 1.787.092 | 1.092.060 | 1.545.468 | -1.192.136 |
Hækkun/(-lækkun) á handb. fé | 159.713 | -627.791 | 1.094.470 | 12.610 | 98.347 | -1.667.681 |
Handbært fé í ársbyrjun | 474.679 | 1.102.471 | 1.102.471 | 1.089.861 | 1.089.861 | 2.757.542 |
Handbært fé í árslok/lok tímabils | 634.392 | 474.679 | 2.196.940 | 1.102.471 | 1.188.208 | 1.089.861 |
Eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki | 20,00% | 19,25% | 20,07% | 21,45% | 21,73% | 23,57% |
Viðhengi