TM hf. - Breyting á framkvæmdastjórn


Garðar Þ. Guðgeirsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra þróunar hjá TM hf., hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum hjá félaginu. Samhliða brotthvarfi Garðars verður sú breyting gerð á framkvæmdastjórn TM að staða framkvæmdastjóra þróunar verður lögð niður.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

„Garðar hefur verið lykilmaður í þróunarverkefnum TM á undanförnum árum og ég þakka honum kærlega fyrir samstarfið um leið og ég óska honum velfarnaðar í verkefnum á nýjum vettvangi.“