TM hf. - Afkomuviðvörun


Drög að uppgjöri fjórða ársfjórðungs 2020 liggja fyrir og samkvæmt þeim mun afkoma fyrir skatta vera um 2,1 ma.kr. Hagnaður af rekstri fyrir skatta á árinu 2020 mun samkvæmt þessu vera um 3,4 ma.kr. og heildarhagnaður um 5,6 ma.kr.

Samsett hlutfall ársins er í takt við birtar horfur en afkoma af fjárfestingastarfsemi mun betri sökum jákvæðrar þróunar á hlutabréfamarkaði á fjórða ársfjórðungi. Hreinar tekjur af fjármögnunarstarfsemi eru sömuleiðis hærri en spá fyrir fjórða ársfjórðung gerði ráð fyrir.

Áréttað skal að uppgjörið er enn í vinnslu og endurskoðun ekki lokið og kann því að taka breytingum fram að birtingardegi þann 17. febrúar nk.