TM birtir uppgjör fjórða ársfjórðungs og ársins 2020 eftir lokun markaða miðvikudaginn 17. febrúar og kynningarfundur verður í höfuðstöðvum félagsins að Síðumúla 24 sama dag kl. 16.15. Þar mun Sigurður Viðarsson forstjóri kynna uppgjörið og svara spurningum. Vegna gildandi samkomutakmarkana eru fundargestir vinsamlega beðnir um að boða komu sína fyrirfram með pósti á netfangið fjarfestar@tm.is.
Einnig verður hægt að fylgjast með fundinum beint í gegnum vefinn á slóðinni TM.is/fjarfestar og senda inn spurningar á netfangið fjarfestar@tm.is á meðan kynningunni stendur.
Ársreikning og afkomutilkynningu verður hægt að nálgast á vef félagsins, TM.is, og kynning á uppgjörinu verður einnig aðgengileg á sama stað við upphaf kynningarfundar.