Frestun Aðalfundar Hampiðjunnar hf.


Ákveðið hefur verið að fresta aðalfundi Hampiðjunnar, sem til stóð að yrði haldinn föstudaginn 26. mars, um óákveðinn tíma þar til aðstæður til fundarhalda batna og smithætta minnkar.

Þegar ákvörðun um nýjan fundartíma liggur fyrir verður fundurinn auglýstur með tilskildum 14 daga fyrirvara.

Hluthöfum og öðrum áhugasömum er bent á að ársreikningur samstæðu Hampiðjunnar 2020 er aðgengilegur á heimasíðu félagsins og í fréttakerfi Nasdaq Iceland.

Stjórn Hampiðjunnar hf.