Sveitarfélagið Árborg - sjálfbær fjármálaumgjörð


Sveitarfélagið Árborg – sjálfbær fjármálaumgjörð

Sveitarfélagið Árborg hefur nú birt sjálfbæra fjármálaumgjörð, sem lýsir nálgun sveitarfélagsins í sjálfbærri fjármögnun. Umgjörðin samræmist alþjóðlegum viðmiðum Alþjóðasamtaka aðila á verðbréfamarkaði (ICMA) og hefur hlotið óháða vottun (e. Second Party Opinion) frá Sustainalytics, sem er leiðandi viðurkenndur vottunaraðili í sjálfbærum fjármálum á heimsvísu. Umgjörðin byggir á áætlunum sveitarfélagsins í umhverfisvænni og félagslegri uppbyggingu.

Árborg stefnir á að gefa út fyrsta sjálfbærni skuldabréfið á Íslandi til fjármögnunar á verkefnum sem hafa umhverfis og/eða félagslegan ávinning.

Árborg hefur sett sér metnaðarfulla umhverfisstefnu sem leiðir vegferð sveitarfélagsins í málaflokknum. Jafnframt vinnur sveitarfélagið með Framfararvoginni að samfélagslegri framþróun á grunni Heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna undir vottun Social Progress Imperative.

Sjálfbær fjármögnun styður við sjálfbærni vegferð sveitarfélagsins og umhverfisstefnu þess.

Sjálfbæra fjármálaumgjörð Árborgar, ásamt vottun Sustainalytics má nálgast á vefsíðu Árborgar: https://www.arborg.is/stjornsysla/fjarmal-og-rekstur/sjalfbaer-fjarmal/

Nánari upplýsingar:

Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í síma 480 1900 eða gislihh@arborg.is


Viðhengi



Attachments

Árborg - Framework Árborg municipality Sustainable Bond Framework Second-Party Opinion