Reginn hf. – Breytingar á framkvæmdastjórn



Ákveðið hefur verið að gera breytingar á framkvæmdastjórn Regins næsta haust. Felst það í að auglýst verður eftir framkvæmdastjóra fjármála sem mun taka við stöðu fjármálastjóra félagsins næsta haust. Núverandi fjármálastjóri félagsins Jóhann Sigurjónsson er ekki að hverfa frá félaginu og mun taka við stöðu skrifstofustjóra næsta haust samhliða því að nýr aðili tekur við stöðu fjármálastjóra. Staða skrifstofustjóra mun heyra beint undir forstjóra félagsins.


Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262