Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar - júní 2021


Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar-júní 2021

Árshlutareikningur Byggðastofnunar fyrir tímabilið janúar-júní 2021, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 25. ágúst 2021.

Hagnaður tímabilsins nam 99,4 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall í lok júní skv. eiginfjárákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var 19,19%.

Um stofnunina gilda lög um Byggðastofnun nr. 106/1999 og reglugerð nr. 347/2000. Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. Í samræmi við hlutverk sitt undirbýr, skipuleggur og fjármagnar stofnunin verkefni og veitir lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Fjármögnun verkefna skal eftir föngum vera í samstarfi við aðra. Stofnunin skipuleggur og vinnur að atvinnuráðgjöf í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og aðra haghafa. Byggðastofnun fylgist með þróun byggðar í landinu, m.a. með gagnasöfnun og rannsóknum. Stofnunin getur gert eða látið gera áætlanir um þróun byggðar og atvinnulífs í þeim tilgangi að treysta búsetu og atvinnu í byggðum landsins.

Helstu niðurstöður úr árshlutareikningi Byggðastofnunar janúar-júní 2021

  • Hagnaður tímabilsins nam 99,4 milljónum króna.
  • Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki var 19,,19% en skal að lágmarki vera 8% auk 2,5% verndunarauka, eða samtals 10,50%.
  • Hreinar vaxtatekjur voru 272 milljónir króna eða 35,1% af vaxtatekjum, samanborið við 253 milljónir króna (41,8% af vaxtatekjum) hreinar vaxtatekjur árið 2020.
  • Laun og annar rekstrarkostnaður nam 245,8 milljónum króna samanborið við 276,7 milljónir árið 2020.
  • Eignir námu 20.621 milljónum króna og hafa hækkað um 336 milljónir frá árslokum 2020. Þar af voru útlán 17.361 milljónir samanborið við 16.835 milljónir í lok árs 2020.
  • Skuldir námu 17.368 milljónum króna og hækkuðu um 237 milljónir frá árslokum 2020.

Horfur

Eiginfjárstaða stofnunarinnar er áfram sterk og gefur henni færi á að vera öflugur bakhjarl fyrirtækja á landsbyggðinni.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar í síma 455 5400 eða á netfanginu adalsteinn@byggdastofnun.is

Lykiltölur úr uppgjöri og samanburður við fyrri ár

 30.6.2021202030.6.2020201930.6.2019
 Þús. kr.Þús. kr.Þús. kr.Þús. kr.Þús. kr.
Rekstrarreikningur     
Vaxtatekjur774.8971.327.669635.7711.172.444610.106
Vaxtagjöld502.835805.812370.277662.991356.982
Hreinar vaxtatekjur272.062521.857265.494509.454253.123
Rekstrartekjur269.720643.008273.876645.486281.410
Hreinar rekstrartekjur541.7821.164.865539.3701.154.940534.533
      
Rekstrargjöld442.3721.226.676616.2951.059.525509.786
Hagnaður (-tap) ársins99.410-61.811-76.92595.41524.747
      
Með rekstrargjöldum eru færð framlög í afskriftareikning útlána og matsbr. hlutafjár     
Framl. í afskriftarr. útlána og matsbr. hlutaf.13.240298.032161.543182.25878.868
      
Efnahagsreikningur30.6.202131.12.202030.6.202031.12.201930.6.2019
Eignir     
Bankainnistæður1.006.5251.165.407634.392474.6792.196.940
Útlán til viðskiptavina17.361.13516.834.88515.795.67613.850.09813.039.452
Fullnustueignir245.010270.010379.010441.010363.902
Veltuhlutabréf357.928353.283609.080585.845587.355
Hlutdeildarfélög733.607699.594679.808682.252674.017
Viðskiptakröfur73.642124.48914.98226.5996.023
Varanlegir rekstrarfjármunir843.538837.284738.683414.975184.794
Eignir samtals20.621.38420.284.95218.851.63116.475.45917.052.483
      
Skuldir og eigið fé     
Lántökur og skuldabréfaútgáfur16.646.85216.788.79915.275.84313.014.31813.678.567
Óráðstöfuð framlög566.776241.587316.558119.71096.590
Aðrar skuldir154.062100.281120.059125.336131.899
Skuldir samtals17.367.69017.130.66715.712.46013.259.36413.907.056
      
Eigið fé3.253.6943.154.2843.139.1703.216.0953.145.427
Skuldir og eigið fé samtals20.621.38420.284.95218.851.63116.475.45917.052.483
      
Sjóðstreymi30.6.2021202030.6.2020201930.6.2019
Handbært fé (-til) frá rekstri141.555368.64074.505427.16375.290
Fjárfestingarhreyfingar-482.007-2.855.602-1.800.275-2.220.233-767.911
Fjármögnunarhreyfingar181.5703.177.6901.885.4831.165.2791.787.092
Hækkun/(-lækkun) á handbæru fé-158.882690.727159.713-627.7911.094.470
Handbært fé í ársbyrjun1.165.407474.679474.6791.102.4711.102.471
Handbært fé í árslok/lok tímabils1.006.5251.165.407634.392474.6792.196.940
      
Eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki19,19%19,12%20,00%19,25%20,07%

Viðhengi



Attachments

Fréttatilkynning v árshlutauppgjörs 30.06.2021 Byggðastofnun Árshlutareikningur 2021 undirritaður