Breyting á framkvæmdastjórn


Gréta María Grétarsdóttir hefur óskað eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla. Gréta María mun láta af störfum á næstu vikum.

„Það er eftirsjá af Grétu Maríu sem hefur reynst félaginu vel og hún hefur komið með margar góðar og ferskar hugmyndir og sýn á okkar rekstur. Við þökkum henni fyrir samstarfið og óskum henni velfarnaðar í spennandi verkefnum framundan,“ sagði Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims.