Á aðalfundi Hampiðjunnar hf. sem haldinn var 25. mars 2022, var skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir árið 2021 samþykkt samhljóða.
Sjálfkjörið var í félagsstjórn.
Formaður félagsstjórnar
Vilhjálmur Vilhjálmsson
Meðstjórnendur
Kristján Loftsson
Auður Kristín Árnadóttir
Guðmundur Ásgeirsson
Sigrún Þorleifsdóttir
Eftirfarandi tillögur stjórnar Hampiðjunnar voru samþykktar:
Tillaga um greiðslu arðs
Aðalfundur Hampiðjunnar hf. samþykkir að á árinu 2022 vegna rekstrarársins 2021 verði greiddar 1,8 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 900 milljónir ISK. Arðurinn verði greiddur í viku 23. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 25. mars 2022, þ.e. viðskipti sem fara fram á þeim degi koma fram í hlutaskrá félagsins á arðsréttindadeginum 29. mars. Arðleysisdagurinn er 28. mars.
Tillaga um þóknanir fyrir komandi starfsár
Þóknun til stjórnarmanna verði 260.000 kr. á mánuði, formaður fái þrefaldan hlut.
Tillaga um endurskoðunarfélag
Endurskoðunarfélag verði PricewaterhouseCoopers ehf.