Útgerðarfélag Reykjavíkur hf.: Sala á aflaheimildum og Sólborgu RE-27 í nýtt dótturfélag ÚR


Stjórn Útgerðafélags Reykjavíkur hf. (ÚR) hefur ákveðið að selja frystitogarann Sólborgu RE-27 ásamt allri aflahlutdeild ÚR í makríl, loðnu, veiðiheimildum í Barentshafi og 11,42% af aflahlutdeild í gulllaxi til óstofnaðs félags 100% í eigu ÚR. Söluverðmætið nemur um 12.350 milljónum króna. Bókfært virði eignana um síðustu áramót var 41,7 milljónir EUR eða um 8,3% af eignum félagsins eins og þær voru um síðustu áramót í samstæðuársreikningi ÚR.

Áætlað er að skipið verið gert út í óbreyttri mynd í eigu hins óstofnaða félags.

Viðskiptin eru gerð með hefðbundum fyrirvörum með samþykki þar til bærra aðila m.a. lánveitanda.

Frekari upplýsingar gefur Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR í síma 580-4227.