Lánasjóður sveitarfélaga hefur frá áramótum gefið út skuldabréf að fjárhæð samtals 5,8 milljarða króna að markaðsvirði. Sjóðurinn áætlar að gefa út 4 til 7 milljarða króna til viðbótar á árinu. Áætluð heildarútgáfa fyrir árið 2022 er því á bilinu 10 til 14 milljarðar króna að markaðsvirði.
Næsta útboð er fyrirhugað þann 19. október 2022.
Nánari upplýsingar veitir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, ottar@lanasjodur.is / s. 515 4949