Helga Benediktsdóttir hefur sagt sig úr stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Hún hefur verið skipuð í stjórn Lífeyrissjóðsins Brúar og má skv. lögum ekki sitja í stjórn tveggja eftirlitsskyldra aðila á sama tíma. Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri í Norðurþingi er varamaður Helgu og tekur sæti hennar sem aðalmaður fram að næsta fundi hluthafa Lánasjóðsins.
Stjórn og starfsmenn Lánasjóðsins þakka Helgu ánægjulegt samstarf á liðnum árum.
Nánari upplýsingar veitir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, ottar@lanasjodur.is / s. 515 4949