Lánasjóður sveitarfélaga – Viðskiptavakt með LSS 39 0303


Þann 29. mars 2022 skrifaði Lánasjóður sveitarfélaga undir samninga við aðalmiðlara í tengslum við útgáfu skuldabréfa Lánasjóðsins og viðskiptavakt á eftirmarkaði á flokkunum LSS150224, LSS150434, LSS151155 og LSS 39 0303. Markmiðið með samningunum er að styrkja aðgang Lánasjóðsins að lánsfé og efla verðmyndun á eftirmarkaði.

Skv. 5. gr. aðalmiðlarasamningana hefst viðskiptavakt með flokkinn LSS 39 0303 þegar útgefið nafnverð hefur náð 5.000 milljónir króna og mun tilboðsskylda hvers aðalmiðlara þá vera 20 milljónir króna. Nánari upplýsingar má finna í eftirfarandi fréttatilkynningu frá 29. mars 2022.

Þann 16. nóvember 2022 var Lánasjóður sveitarfélaga með skuldabréfaútboð í flokkunum LSS 39 0303 og LSS040440 GB. Eftir útboðið er heildarstærð flokksins LSS 39 0303 6.400 milljónir króna. Uppgjör útboðsins fer fram 21. nóvember 2022 og gert er ráð fyrir að viðskiptavakt með LSS 39 0303 hefjist samhliða.

Jafnframt mun Lánasjóðurinn stækka flokkinn LSS 39 0303 um 500 milljónir króna að nafnvirði. Bréfin verða ekki seld til fjárfesta en stækkunin er tilkomin svo Lánasjóðurinn geti staðist skuldbindingar um veitingu verðbréfalána í tengslum við áðurnefnda viðskiptavakt. Heildarstærð LSS 39 0303 er 6.900 milljónir króna að nafnvirði eftir stækkun flokksins.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Óttar Guðjónsson
Sími: 515 4949
Netfang: ottar@lanasjodur.is