Stjórn Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. („ÚR“) samþykkti í dag samstæðuársreikning félagsins fyrir rekstrarárið 2022.
Rekstratekjur samstæðu ÚR námu 95m EUR árið 2022 og hækkuðu um 18,1m EUR á milli ára. EBITDA framlegð ársins nam 8,5m EUR árið 2022, samanborið við 7,9m EUR árið 2021. Rekstrarhagnaður nam 52,6m EUR á árinu, en þar af voru aðrar tekjur og söluhagnaður 47,3m EUR. Hagnaður eftir skatta nam 71,4m EUR.
Heildareignir ÚR námu 479,8m EUR í lok árs og lækka um 20,1m EUR á milli ára. Skuldir í árslok námu 171,4m EUR og lækkuðu um 79,5m EUR frá árinu á undan. Eigið fé í árslok nam 308,3m EUR og var eiginfjárhlutfall 64,3%.
Stjórn félagsins leggur til við aðalfund að greiddur verði arður allt að fjárhæð 35.000.000 EUR sem er í samræmi við arðgreiðslustefnu félagsins.
Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur:
Rekstur ÚR var góður í fyrra. Veiði fiskiskipa félagsins var góð, afurðasala gekk vel og fengust fín afurðaverð á helstu mörkuðum. Rekstrarkostnaður hækkaði þó umtalsvert vegna hækkandi verðs á olíu og öðrum rekstrarvörum.
ÚR stóð að fjölmörgum nýsköpunarverkefnum á liðnu ári og hefur styrk og þolinmótt fjármagn til slíkra verkefna. Auðlindanýting eins og fiskveiðar er langtíma verkefni sem nauðsynlegt er að huga vel að. Dæmi um slík verkefni er frumkvöðlastarf okkar við innleiðingu á grænu metanóli sem orkugjafa við fiskveiðar, en á árinu var stigið fyrsta skrefið við umbreytingu á Guðmundi Í Nesi, skipi félagsins þannig að hægt verði að notast við metanól í stað gasolíu. Annað merkilegt verkefni snýr að betri rannsóknum á fiskistofnum við Ísland. ÚR er kominn í samtarf við Maritech um notkun á tæki frá þeim til að mæla og rannsaka allan fisk sem veiddur er á skipi félagsins, þessar mælingar verður hægt að nota við stofnstærðarmat.
Nánari upplýsingar veitir:
Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri, í síma 580-4200 eða rvg@urseafood.is
Viðhengi