Meðfylgjandi er staðfesting Deloitte ehf. á skýrslu Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. um fjárhagslegar kvaðir í tengslum við skuldabréfaútgáfu ÚR 151124 og ÚR 151128. Útreikningar og staðfesting fjárhagslegra skilyrða skal fara fram í kjölfar birtingar ársreiknings félagsins, en ársreikningur samstæðu Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. vegna rekstrarársins 2022 var birtur fyrr í dag 29. mars 2023.
Yfirferð staðfestingaraðila á fjárhagslegum kvöðum samræmist mati Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og var skýrsla um fjárhagslegar kvaðir því staðfest.
Nánari upplýsingar veitir Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. í síma 580-4227.
Viðhengi