Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt stjórnvalda áformaskjal um framlagningu lagafrumvarps á Alþingi sem heimili slit og uppgjör ÍL-sjóðs. Áform um uppgjör sjóðsins eru í samræmi við það mat að sjóðurinn sé orðinn ógjaldfær, eins og fram kom í skýrslu um stöðu sjóðsins sem ráðherra lagði fyrir Alþingi í október síðastliðnum.
Sjá nánar á fjr.is