Byggðastofnun - Ársreikningur 2022


Ársreikningur Byggðastofnunar 2022

Ársreikningur Byggðastofnunar fyrir árið 2022, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 5. apríl 2023.

Hagnaður ársins nam 374,2 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall í lok árs skv. eiginfjárákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var 19,72%.

Um stofnunina gilda lög um Byggðastofnun nr. 106/1999 og reglugerð nr. 347/2000. Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. Í samræmi við hlutverk sitt undirbýr, skipuleggur og fjármagnar stofnunin verkefni og veitir lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Stofnunin skipuleggur og vinnur að atvinnuráðgjöf í samstarfi við landshlutasamtök, sveitarfélög og aðra haghafa. Byggðastofnun fylgist með þróun byggðar í landinu, m.a. með gagnasöfnun og rannsóknum. Stofnunin getur gert eða látið gera áætlanir um þróun byggðar og atvinnulífs í þeim tilgangi að treysta búsetu og atvinnu í byggðum landsins.   Þá annast stofnunin framkvæmd laga um póstþjónustu og hafa eftirlit með póstþjónustu eins og nánar er kveðið á um í lögum um það efni. Skrifstofa stofnunarinnar er á Sauðárkróki.

Helstu niðurstöður úr ársreikningi Byggðastofnunar 2022

  • Hagnaður ársins nam 374,2 milljónum króna.
  • Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki var 19,72% en skal að lágmarki vera 8%.
  • Hreinar vaxtatekjur voru 798 milljónir króna eða 34,6% af vaxtatekjum, samanborið við 560 milljón króna (35,7% af vaxtatekjum) hreinar vaxtatekjur árið 2021.
  • Laun og annar rekstrarkostnaður nam 558 milljónum króna samanborið við 480 milljónir árið 2021.
  • Eignir námu 23.822 milljónum króna og hafa hækkað um 1.73 milljónir frá árslokum 2021. Þar af voru útlán 19.748 milljónir samanborið við 18.625 milljónir í árslok 2021.
  • Skuldir námu 20.126 milljónum króna og hækkuðu um 1.399 milljónir á árinu.

Horfur

Eiginfjárstaða stofnunarinnar er áfram sterk og gefur henni færi á að vera öflugur bakhjarl atvinnulífs á landsbyggðinni.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar í síma 455 5400 eða á netfanginu arnar@byggdastofnun.is

Lykiltölur úr ársreikningi og samanburður við fyrri ár

 20222021202020192018
 Þús. kr.Þús. kr.Þús. kr.Þús. kr.Þús. kr.
Rekstrarreikningur     
Vaxtatekjur.................................................2.307.3231.568.7671.327.6691.172.4441.098.491
Vaxtagjöld..................................................1.509.8101.008.429805.812662.991630.646
Hreinar vaxtatekjur.....................................797.513560.338521.857509.454467.845
Rekstrartekjur.............................................664.470580.242667.103645.486616.573
Hreinar rekstrartekjur..................................1.461.9831.140.5801.188.9601.154.9401.084.418
      
Rekstrargjöld..............................................1.087.794973.2771.250.7711.059.525971.031
Hagnaður (-tap) ársins............................374.189167.303-61.81195.415113.387
      
Með rekstrargjöldum eru færð framlög í afskriftareikning útlána og matsbr. hlutafjár     
Framl. í afskriftarr. útlána og annarra krafna..129.836129.191298.032182.258114.851
      
Efnahagsreikningur31.12.2022231.12.202131.12.202031.12.201931.12.2018
Eignir     
Handbært fé................................................1.686.3371.117.6271.165.407474.6791.102.471
Markaðsskuldabréf.......................................282.7570000
Viðskiptakröfur............................................78.38957.993124.48926.59929.713
Veltuhlutabréf..............................................252.824357.899353.283585.845571.706
Fullnustueignir.............................................60.010320.010270.010441.010347.510
Hlutdeildarfélög...........................................907.860739.368699.594682.252642.237
Útlán til viðskiptavina...................................19.747.75418.625.31516.834.88513.850.09812.113.274
Varanlegir rekstrarfjármunir.........................806.150831.179837.284414.97579.403
Eignir samtals..........................................23.822.08122.049.39120.284.95216.475.45914.886.313
      
Skuldir og eigið fé     
Lántökur og skuldabréfaútgáfur.....................19.290.41018.159.78616.788.79913.014.31811.504.095
Óráðstöfuð framlög......................................681.468442.533241.587119.710123.593
Aðrar skuldir...............................................154.427125.485100.281125.336137.944
Skuldir samtals........................................20.126.30518.727.80317.130.66713.259.36411.765.633
      
Eigið fé.......................................................3.695.7763.321.5873.154.2843.216.0953.120.680
Skuldir og eigið fé samtals......................23.822.08122.049.39120.284.95216.475.45914.886.313
      
Sjóðstreymi20222021202020192018
Handbært fé (-til) frá rekstri.........................504.675479.647368.640427.163248.164
Fjárfestingarhreyfingar.................................-533.630-1.822.730-2.855.602-2.220.233-1.327.614
Fjármögnunarhreyfingar...............................597.6651.295.3043.177.6901.165.2791.092.060
Hækkun/(-lækkun) á handbæru fé................568.710-47.780690.727-627.79112.610
Handbært fé í ársbyrjun...............................1.117.6271.165.407474.6791.102.4711.089.861
Handbært fé í árslok................................1.686.3371.117.6271.165.407474.6791.102.471
      
Eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði19,72%18,17%19,12%19,25%21,45%

Viðhengi



Attachments

Fréttatilkynning v ársreiknings 2022 Byggðastofnun Ársreikningur 2022