Stjórn Vátryggingafélags Íslands hf. hefur í kjölfar fyrirspurna hluthafa uppfært kynningu um sameiningu VÍS og Fossa sem birt var í Kauphöll 24. maí sl. Er það gert til að tryggja jafnræði í upplýsingagjöf til hluthafa. Í nýrri kynningu er að finna viðbótarupplýsingar á glærum 6, 7 og 8 er varða kaupsamninginn, verðmat og samningsákvæði.
Upplýsingar veitir Stefán Héðinn Stefánsson, stjórnarformaður VÍS, með tölvupósti stefan.stefansson@vis.is og í síma: 820-6303.
Viðhengi