Kaldalón hf.: Sigurbjörg Ólafsdóttir ráðin fjármálastjóri Kaldalóns

Reykjavik, Iceland


Gengið hefur verið frá ráðningu á Sigurbjörgu Ólafsdóttur í starf fjármálastjóra Kaldalóns hf.

Sigurbjörg hefur undanfarin ár gegnt starfi forstöðumanns fasteigna- og innviðateymis Arion Banka. Þar áður gegndi hún jafnframt starfi forstöðumanns áhættustýringar bankans.  Þá hefur Sigurbjörg víðtæka reynslu af umsýslu fasteigna, en hún sat m.a. í stjórn fasteignafélagsins Landfestar ehf. á árunum 2011-2014 með útleigueignir um 95.000 m2. Sigurbjörg er menntuð í véla- og iðnaðarverkfræði ásamt því að hafa lokið löggildingu í verðbréfaviðskiptum.

Sigurbjörg mun hefja störf í ágúst 2023.

Högni Hjálmtýr Kristjánsson, áður forstöðumaður eignaumsýslu og fjármála, hefur tekið við sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Kaldalóni og er starfandi fjármálastjóri. Þá hefur Albert Leó Haagensen hafið störf sem forstöðumaður fasteignaumsýslu.

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Kaldalóns: „Ég er afar ánægður með að hafa fengið Sigurbjörgu til liðs við félagið. Kaldalón er ört vaxandi félag á fasteignamarkaði. Félagið vinnur að skráningu skuldabréfaramma auk þess sem markmið félagsins fyrir skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands eru vel á veg komin. Framundan eru spennandi verkefni og er ég afar stoltur að fá Sigurbjörgu sem fjármálastjóra félagsins.“

Sigurbjörg Ólafsdóttir: Ég hef lengi fylgst með Kaldalóni á sinni vaxtavegferð og hlakka mikið til að ganga til liðs við þann öflugan hóp sem þar starfar. Félagið er á skemmtilegri og spennandi vegferð sem verður gaman að taka þátt í.