Hagar hf.: Upplýsingar um birtingu uppgjörs 1. ársfjórðungs 2023/24


Hagar hf. birta uppgjör 1. ársfjórðungs, þ.e. fyrir tímabilið 1. mars til 31. maí 2023, eftir lokun markaða, miðvikudaginn 28. júní nk.

Rafrænn kynningarfundur fyrir markaðsaðila og hluthafa verður haldinn sama dag, þann 28. júní kl. 16:00. Fundinum verður varpað í gegnum netið á vefslóðinni  https://www.hagar.is/skraning þar sem Finnur Oddsson, forstjóri, og Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna rekstur og afkomu félagsins, ásamt því að svara fyrirspurnum.

Tekið verður við spurningum sem tengjast uppgjörinu á meðan á útsendingu stendur á netfangið fjarfestakynning@hagar.is og verður þeim svarað eins og kostur er í lok fundar.

Kynningargögn verða aðgengileg á heimasíðu Haga, www.hagar.is, við upphaf fundar.