Í tengslum við fram komnar upplýsingar um yfirtökutilboð í allt hlutafé Kerecis hf. upplýsist að VÍS hefur samþykkt að selja hlut sinn í Kerecis, sem nemur 136.715 hlutum, en salan er háð því að endanlegur samningur komist á. Eign VÍS í Kerecis var skráð í reikningum félagsins á genginu USD 79,18 á hlut við lok fyrsta ársfjórðungs. Nánari upplýsingar verða veittar ef af sölunni verður.
Nánari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri VÍS, í síma 660-5260 eða með netfanginu fjarfestatengsl@vis.is
Þessi tilkynning er birt af Vátryggingafélagi Íslands hf. og inniheldur upplýsingar sem töldust eða kunna að hafa talist innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR), sbr. Lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum.