VÍS: Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemd við kaup VÍS á Fossum


Vísað er til fyrri tilkynninga varðandi kaup VÍS á öllu hlutafé í Fossum fjárfestingarbanka hf. Nú hefur Samkeppniseftirlitið tilkynnt um ákvörðun sína varðandi kaupin með eftirfarandi ákvörðunarorðum: „Kaup Vátryggingarfélags Íslands hf. á öllu hlutafé í Fossum fjárfestingarbanka hf. felur í sér samruna í skilningi samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitið telur ekki forsendur til þess að aðhafast vegna samrunans.“

Kaupsamningur um viðskiptin var undirritaður 5. maí sl. og var háður nokkrum fyrirvörum sem nú hefur öllum verið aflétt fyrir utan fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands fyrir því að VÍS fari með yfir 50% eignarhlut í Fossum fjárfestingarbanka hf. og Glym hf., og yfir 30% eignarhlut í T plús hf.