Kaldalón hf.: Úthlutun kauprétta

Reykjavik, Iceland


Stjórn Kaldalóns hf. ákvað á fundi sínum í gær að veita forstjóra og öðrum starfsmönnum félagsins kauprétti að allt að 222.500.000 hlutum í félaginu, sem samsvarar 2% af hlutafé Kaldalóns þegar kaupréttarkerfið var samþykkt. Samningar við forstjóra og aðra lykilstarfsmenn voru undirritaðir í dag.

Með kaupréttarkerfi er sett upp langtíma hvatakerfi félagsins sem ætlað að tvinna saman hagsmuni forstjóra og annarra lykilstarfsmanna félagsins. Skilmálar kaupréttarsamninganna eru í samræmi við kaupréttarkerfi sem samþykkt var á aðalfundi Kaldalóns þann 23. mars 2023. Sjá starfskjarastefnu Kaldalóns hf. 

Meginefni kaupréttarsamninganna er sem hér segir:

  • Nýtingarverð kaupréttanna er 1,41 kr. fyrir hvern hlut, þ.e. meðalgengi hlutabréfa í félaginu síðustu 10 viðskiptadaga eins og það er skráð á First North í íslenskum krónum fyrir úthlutunardag. Nýtingarverð skal leiðrétt (til lækkunar) fyrir framtíðar arðgreiðslum og samsvarandi úthlutun til hluthafa af eignum félagsins, krónu fyrir krónu. Nýtingarverð skal einnig leiðrétt með 3% ársvöxtum ofan á áhættulausa vexti frá úthlutunardegi og fram að fyrsta mögulega nýtingardegi fyrir hvert nýtingartímabil.
  • Ávinnsludagur er þremur (3) árum frá úthlutun.
  • Nýtingartímabil hefst þegar í stað eftir lágmarks ávinnslutíma (3 ár frá úthlutun) og þá er unnt að nýta 1/3 af kaupréttum (tímabil 1), ári eftir það er unnt að nýta 1/3 (tímabil 2) og ári eftir það 1/3 (tímabil 3).
  • Forstjóra félagsins ber að halda eftir hlutum sem nema 50% af fjárhæð hreins hagnaðar af nýttum kaupréttum, þegar skattar og allur kostnaður hefur verið dregnir frá og aðrir lykilstarfsmenn 25%  af fjárhæð hreins hagnaðar af nýttum kaupréttum, þegar skattar og allur kostnaður hefur verið dregnir frá, fram að starfslokum hjá félaginu eða dótturfélags þess.
  • Almennt séð falla kaupréttir niður fyrir ávinnslutíma ef ráðningarsambandi kaupréttarhafa við félagið er slitið.
  • Komi til þess að breyting verður á yfirráðum í félaginu, sbr. 100. gr. laga nr. 108/2007 um yfirtökur, ávinnast allir útistandandi kaupréttir þegar í stað (flýting ávinnslutíma).
  • Félaginu er óheimilt að veita lán eða ábyrgðir af nokkru tagi í tengslum við kaupréttarkerfið.

Í kjölfar úthlutunar kaupréttanna nemur heildarfjöldi útistandandandi kauprétta sem Kaldalón hefur veitt starfsmönnum sínum 222.500.000 eða um 2% hlutafjár í félaginu.

Heildarkostnaður félagsins, skv. útreikningum endurskoðanda, vegna þeirra kaupréttarsamninga sem hér er tilkynnt um er nú áætlaður um 20.000.000 kr. á næstu sex árum.

Upplýsingar um kauprétti sem veittir voru forstjóra og framkvæmdastjórum eru í viðhengi. 





 

Viðhengi



Attachments

Kauprettir_Hogni Hjalmtyr Kristjansson (25.7.2023) Kauprettir_Jon Thor Gunnarsson (25.7.2023) Kauprettir_Sigurbjorg Olafsdottir (25.7.2023)