VÍS: Uppfærðar horfur fyrir árið 2023


Líkt og kom fram hjá Guðnýju Helgu Herbertsdóttur, forstjóra VÍS, á uppgjörsfundi fyrir annan ársfjórðung 2023 þegar hún fjallaði um horfur ársins, var líklegt að samsett hlutfall fyrir árið væri í efri mörkum bilsins 96-98%. Eftir nýlegt stórtjón í Hafnarfirði og áætlaðan hlut VÍS í því tjóni er nú reiknað með að samsett hlutfall ársins verði á bilinu 98-100%. Rétt er að taka fram að um frumáætlun tjóns er að ræða, en endanlegt mat hefur ekki farið fram.

Nánari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri VÍS, í síma 660-5260 og með tölvupósti fjarfestatengsl@vis.is