Hagar hf.: Niðurstaða skuldabréfaútboðs 5. september 2023


Hagar hf. luku í dag útboði á nýjum skuldabréfaflokki HAGA 120926 1.

HAGA 120926 1 er almennur skuldabréfaflokkur sem ber fljótandi vexti tengda 1 mánaða REIBOR með lokagjalddaga þann 12. september 2026. Útboðið var með hollensku fyrirkomulagi þar sem öll skuldabréfin voru seld á sama verði eða hæsta samþykkta álagi ofan á 1 mánaða REIBOR.

Heildartilboð í flokkinn námu samtals 2.260 m.kr. að nafnvirði með álagi á 1 mánaða REIBOR á bilinu 1,08% - 1,30%.

Tilboðum að fjárhæð 2.000 m.kr. var tekið á 1,30% álagi á 1 mánaða REIBOR.

Útgáfudagur og gjalddagi áskrifta er 12. september 2023. Stefnt er að töku til viðskipta á Nasdaq Iceland.

Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq Iceland.


Nánari upplýsingar veita:

Ásgrímur Gunnarsson, Fossar fjárfestingarbanki hf., sími: 522 4000, asgrimur.gunnarsson@fossar.is

Arnar Geir Sæmundsson, Fossar fjárfestingabanki hf., arnar.saemundsson@fossar.is

Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Haga hf., geg@hagar.is