Sveitarfélagið Árborg gefur út nýjan skuldabréfaflokk ARBO 43 GSB
Sveitarfélagið Árborg hefur gefið út sjálfbærniskuldabréf (GBS) með auðkennið ARBO 43 GSB. Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður með jöfnum greiðslum afborgana og vaxta, á sex mánaða fresti og föstum 3,75% ársvöxtum. Lokagjalddagi er 22. september 2043.
Seld hafa verið skuldabréf í flokknum að fjárhæð 500 m.kr. að nafnvirði. Skuldabréfin voru seld í lokuðu útboði á ávöxtunarkröfunni 3,95%. Skuldabréfin verða tekin til viðskipta á markað með sjálfbær skuldabréf hjá Nasdaq Iceland.
Greiðslu- og uppgjörsdagur er fyrirhugaður föstudaginn 22. september 2023.
Sveitarfélagið Árborg er fyrsti útgefandinn til að gefa út sjálfbærniskuldabréf hér á landi til fjármögnunar á verkefnum sem hafa umhverfis og/eða félagslegan ávinning. Skuldabréfin eru gefin út í þeim tilgangi að fjármagna græn og/eða félagsleg verkefni í samræmi við Sjálfbærniumgjörð Árborgar. Nánari upplýsingar eru aðgengilegar á vefsíðu útgefanda: Sjálfbær fjármálaumgjörð
Landsbankinn hf. hefur umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku þeirra til viðskipta á markað Nasdaq á Íslandi með sjálfbær skuldabréf.
Nánari upplýsingar veita:
Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar, í síma 480 1900 eða fjolask@arborg.is
Gunnar S. Tryggvason, Markaðsviðskipti Landsbankans, í síma 410 6709 eða gunnars@landsbankinn.is