Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur samþykkt að Vátryggingafélag Íslands (VÍS) fari með virkan eignarhlut í Fossum fjárfestingarbanka hf., Glym hf. og í T plús hf.
Fyrirvörum vegna kaupa VÍS á Fossum er varðar samþykki eftirlitsaðila hefur nú verið aflétt. Unnið er að frágangi kaupanna og horft er til þess að sú vinna klárist á næstu vikum.
Sameinað félag verður öflugt fyrirtæki á fjármálamarkaði með víðtækar starfsheimildir til fjármálaþjónustu. Líkt og fram hefur komið, mun Haraldur Þórðarson stýra rekstri samstæðunnar og Brynjar Þór Hreinsson er fjármálastjóri. Guðný Helga Herbertsdóttir stýrir tryggingarekstrinum, Steingrímur Arnar Finnsson fjárfestingarbankastarfseminni og Arnór Gunnarsson SIV eignastýringu.
Frekari upplýsingar veitir:
Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri VÍS, í síma 660-5260 og með tölvupósti erlat@vis.is