Kaldalón hf.: Niðurstöður hluthafafundar 19. september 2023

Reykjavik, Iceland


Eftirfarandi tillaga var lögð fram fyrir hluthafafund Kaldalóns hf., sem haldinn var að Grand Hóteli Reykjavík, þann 19. september kl. 16:30.

Kaup félagsins á Klettagörðum 8-10 ehf. lögð fyrir hluthafafund til samþykktar

Með vísan til greinar 3.15 í samþykktum Kaldalóns hf. lá fyrir fundinum tillaga um samþykki hluthafa fyrir fyrirhuguðum kaupum Kaldalóns hf. á Klettagörðum 8-10 ehf. en seljandi er Skel fjárfestingafélag hf., kt. 590269-1749, sem einnig er hluthafi í Kaldalóni hf.

Eftir kynningu Kaldalóns hf. á fyrirhuguðum kaupum var tillaga stjórnar borin upp um að fá samþykki hluthafafundarins fyrir kaupum félagsins á Klettagörðum 8-10 ehf. til samræmis við skilmála og fyrirvara samþykkts kauptilboðs sem kynnt var fyrir fundarmönnum.

Tillagan var samþykkt samhljóða.