VÍS: Hækkun hlutafjár í tengslum við uppgjör viðskipta vegna sameiningar við Fossa fjárfestingarbanka


Vísast til tilkynningar dags, 2. október 2023 þar sem greint var frá því að kaup VÍS á Fossum væru frágengin og að uppgjör færi senn fram. 

Stjórn VÍS samþykkti í samræmi við samþykki hluthafafundar VÍS þann 14. júní sl. að hækka hlutafé félagsins um 210.000.000 kr. að nafnvirði, úr 1.696.700.000 í kr. 1.906.700.000, með útgáfu nýrra hluta sem afhentir eru seljendum og teknir til viðskipta í dag, miðvikudaginn 4. október 2023.  

Frekari upplýsingar veitir: 
Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri VÍS, í síma 660-5260 og með tölvupósti erlat@vis.is