VÍS: Kaupréttaráætlun starfsfólks


Á  aðalfundi VÍS, þann 16. mars sl., var stjórn félagsins veitt heimild til að samþykkja kaupréttaráætlun  byggð á 10. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003 og gera á grundvelli hennar kaupréttarsamninga við starfsfólk VÍS og dótturfélaga þess. Þann 9.júní sl. var kaupréttaráætlun útfærð af stjórn VÍS og samþykkt af skattinum þann 28. júní sl.

Nú hefur verið gengið frá kaupréttarsamningum við starfsfólk í samræmi við samþykkta kaupréttaráætlun. Kaupréttur samkvæmt áætluninni nær til allra fastráðinni starfsmanna VÍS og dótturfélaga þess og er markmið áætlunarinnar að samþætta hagsmuni starfsfólks við langtímamarkmið félagsins og dótturfélaga þess.

Samkvæmt áætluninni öðlast kaupréttarhafi rétt til að kaupa hlut í félaginu fyrir að hámarki 1.500.000 krónur einu sinni að 12 mánuðum liðnum frá undirritun samningsins. Kaupverð er vegið meðalverð í viðskiptum með hlutabréf félagsins tíu viðskiptadaga fyrir samningsdag, sem er 13. október, eða 15,25 krónur á hvern hlut.

Alls gerðu 239 starfsmenn samstæðunnar kaupréttarsamning sem ná til allt að 20.973.700 hluta á ári miðað við 100% nýtingu kauprétta.

Nánari upplýsingar um framkvæmd má finna í meðfylgjandi skjölum.

Attachments



Attachments

Kaupréttaráætlun_VÍS_undirrituð Kaupréttarsamningur VÍS 2023