Icelandair: Einar Már Guðmundsson ráðinn framkvæmdastjóri Icelandair Cargo


Einar Már Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Icelandair Cargo en hann hefur sinnt starfinu tímabundið frá 14. september sl. Einar Már hóf störf hjá Icelandair árið 2014 sem forstöðumaður á tæknisviði félagsins. Áður starfaði hann sem innkaupastjóri hjá Rio Tinto Alcan (ISAL) í þrjú ár og þar á undan sem rekstrarstjóri hjá Skeljungi. Einar er með MBA gráðu frá Copenhagen Business School og BS gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair:

„Það er ánægjulegt að tilkynna ráðningu Einars Más Guðmundssonar sem framkvæmdastjóra Icelandair Cargo. Aðaláherslan hjá okkur núna er að bæta arðsemina í fraktstarfsemi okkar  og styrkja enn frekar tengslin við lykilviðskiptavini. Einar Már býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á flugrekstri og hefur náð góðum árangri í sínum störfum innan Icelandair sem mun nýtast vel í þessu hlutverki.“


Nánari upplýsingar
Fjárfestar: Íris Hulda Þóridsóttir, Forstöðumaður Fjárfestatengsla. Netfang: iris@icelandair.is
Media: Ásdís Pétursdóttir, Forstöðumaður Samskipta og sjálfbærni. Netfang: asdis@icelandair.is