Í tilkynningu Kaldalóns hf. („félagið“) 13. nóvember sl. var greint frá því að Nasdaq Iceland hefði samþykkt umsókn félagsins um töku hlutabréfa þess til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.
Viðskipti með hlutabréf félagsins hefjast á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland frá og með deginum í dag, 16. nóvember 2023.
Auðkenni hlutabréfa félagsins, KALD, er óbreytt og ISIN númer þeirra er IS0000035632.
Frekari upplýsingar veita:
Jón Þór Gunnarsson, forstjóri
kaldalon@kaldalon.is
Hjalti Már Hauksson, fyrirtækjaráðgjöf Arion banka
hjalti.hauksson@arionbanki.is