Kaldalón hf.: Útgáfa á víxlum- niðurstaða útboðs

Reykjavik, Iceland


Kaldalón hf. hefur lokið sölu á nýjum óveðtryggðum sex mánaða víxlum í flokki, KALD 24 0601. Tilboð bárust fyrir 1.500 milljónir kr. með flötum vöxtum á bilinu 10,65% -10,85% p.a. Seldir voru víxlar að nafnvirði 1.000 milljónir. kr. á 10,79% vöxtum p.a. eða 80 punkta álagi ofan á 6 mánaða REIBOR. 

Greiðslu og uppgjörsdagur er föstudagurinn 1. desember 2023. Sótt verður um töku víxlanna til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland og verður fyrsti viðskiptadagur tilkynntur með að lágmarki eins dags fyrirvara.

Landsbankinn hf. hafði umsjón með sölu víxlanna.

Nánari upplýsingar veita:

Sigurbjörg Ólafsdóttir, fjármálastjóri Kaldalóns hf. sigurbjorg.olafsdottir@kaldalon.is

Gunnar S. Tryggvason s: 410 6709 / 821 2090 eða gunnars@landsbankinn.is