Vísað er til tilkynningar ÍL-sjóðs dagsett 17. nóvember 2023 um fyrirhugað skiptiútboð íbúðabréfaflokkanna HFF150434 (XS0195066575) og HFF150644 (XS0195066658).
Föstudaginn 8. desember nk. mun ÍL-sjóður halda tvö skiptiútboð.
Fyrra útboðið verður haldið milli kl. 10:00 og 11:00 og býðst ÍL-sjóður til að kaupa HFF150644 á hreina verðinu 100,00, en til skýringar jafngildir verðið 3,78% ávöxtunarkröfu, gegn afhendingu á verðtryggða ríkisbréfaflokkinum RIKS 33 0321 (IS0000021251) á hreina verðinu 102,150, en til skýringar jafngildir verðið 2,73% ávöxtunarkröfu. ÍL-sjóður býðst til að kaupa HFF150644 bréf gegn afhendingu á allt að 12.589.739.923 kr. að nafnvirði í RIKS 33 0321.
Í seinna útboðinu sem verður haldið milli kl 13:00 og 14:00 býðst ÍL-sjóður til að kaupa HFF150434 á hreina verðinu 100,00, en til skýringar jafngildir verðið 3,78% ávöxtunarkröfu, gegn afhendingu á ríkisbréfaflokkinum RIKS 30 0701 (IS0000020576) á hreina verðinu 102,400, en til skýringar jafngildir verðið 2,84% ávöxtunarkröfu. ÍL-sjóður býðst til að kaupa HFF150434 bréf gegn afhendingu á allt að 12.150.000.000 kr. að nafnvirði í RIKS 30 0701.
Kauptilboð í viðkomandi ríkisbréfaflokka skulu send inn sem nafnverðsfjárhæð.
Niðurstöður skiptiútboðanna verða tilkynntar með opinberum hætti í lok útboðsdags. Uppgjörsdagur viðskiptanna er þriðjudagurinn 12. desember 2023.
ÍL-sjóður áskilur sér rétt til að samþykkja að hluta eða hafna öllum tilboðum.
Umsjónaraðili með framkvæmd skiptiútboðanna er deild Lánamála ríkisins hjá Seðlabanka Íslands. Aðalmiðlurum ríkisverðbréfa sem gert hafa þátttökusamning við ÍL-sjóð (Arion banki hf., Fossar fjárfestingarbanki hf., Íslandsbanki hf., Kvika banki hf. og Landsbankinn hf.), er boðið að hafa milligöngu um viðskiptin og verður Bloomberg viðskipta- og útboðskerfið notað.
Eigendum HFF-bréfa er bent á að snúa sér til aðalmiðlara hafi þeir áhuga á að taka þátt í skiptiútboðunum.
Útboðsskilmálar skiptiútboðanna eru í meðfylgjandi viðhengjum.
Nánari upplýsingar veita:
Steinþór Pálsson f.h. ÍL-sjóðs, sími 616-0200, netfang verkefnisstjornil@fjr.is
Starfsmenn Lánamála ríkisins f.h. umsjónaraðila, sími 569-9635, 569-9679, netfang lanamal@lanamal.is
Viðhengi