Guðjón Auðunsson hefur greint stjórn Reita frá því að hann muni láta af störfum sem forstjóri félagsins í framahaldi af aðalfundi þess þann 6. mars næstkomandi.
Guðjón Auðunsson:
„Ég hef starfað sem forstjóri Reita frá ágúst 2010. Á mínum tíma hjá félaginu hefur það gengið í gegnum miklar og spennandi breytingar. Í dag standa Reitir traustum fótum, eignasafn félagsins samanstendur af vönduðum eignum á góðum staðsetningum þar sem umgjörð er sköpuð um fjölbreytta atvinnustarfsemi. Þá býr félagið að afar áhugaverðum möguleikum varðandi fasteignaþróun. Það hafa verið forréttindi að fá að leiða þetta félag síðastliðin 13 ár með hópi frábærra samstarfsmanna. Allt hefur sinn tíma og að mínu mati er rétt að stíga til hliðar núna og eftirláta öðrum að leiða þau spennandi verkefni sem framundan eru hjá Reitum. Ég óska starfsmönnum, stjórn, viðskiptavinum og öðrum hagaðilum félagsins alls hins besta í framtíðinni.“
Þórarinn V. Þórarinsson, formaður stjórnar Reita:
„Fyrir hönd stjórnar Reita vil ég þakka Guðjóni afar farsæl störf í þágu félagsins. Stjórn metur mikils framlag hans til uppbyggingar og mótunar á traustum grunni að starfsemi þess. Guðjón hefur af festu og lipurð leitt mjög vel heppnaða stækkun á eignasafni Reita og jafnframt lagt mikið til undirbúnings að umfangsmikilli uppbyggingu þróunareigna félagsins sem fram undan er.“
Starf forstjóra félagsins verður auglýst á næstunni.
Upplýsingar veitir Guðjón Auðunsson í síma 660 3320 eða á gudjon@reitir.is