Icelandair: Farþegum fjölgaði um 17% árið 2023


Í desember 2023 flutti Icelandair 264 þúsund farþegar, 13% fleiri en í desember 2022. Félagið flutti 4,3 milljónir farþega yfir árið í heild, 17% fleiri en árið 2022.

Af farþegum desembermánaðar ferðuðust 30% til Íslands, 17% frá Íslandi, 45% um Ísland á leið sinni á milli Evrópu og Norður-Ameríku og 7% ferðuðust innanlands. Jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi hafði engin áhrif á flugáætlun Icelandair en hins vegar hafði umfjöllun erlendra fjölmiðla um þessa viðburði neikvæð áhrif á eftirspurn til Íslands í desember. Þrátt fyrir það var sætanýting 72,4%, svipuð og í desember 2022. Stundvísi var 67%.  Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra höfðu mikil áhrif á stundvísi og farþegafjölda í mánuðinum.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair:

„Farþegum okkar fjölgaði mikið árið 2023 og var heildarfjöldi sambærilegur við metárið 2019. Þetta er árangur af þrotlausri vinnu starfsfólks Icelandair og ég þakka þeim fyrir frábært starf á árinu.

Við horfum spennt fram á veginn. Á árinu 2024 munum við fljúga til yfir 50 áfangastaða, þar af þriggja nýrra staða – Færeyja, Pittsburgh og Halifax. Við munum halda áfram að endurnýja flugflotann meðal annars með því að búa starfsemina undir að taka á móti glænýjum Airbus flugvélum í haust, auk fjölda annarra spennandi verkefna eins og að flytja höfuðstöðvar okkar í Hafnarfjörð fyrir lok ársins.“


Nánari upplýsingar
Fjárfestar: Íris Hulda Þórisdóttir, Forstöðumaður Fjárfestatengsla. Netfang: iris@icelandair.is
Media: Ásdís Pétursdóttir, Forstöðumaður Samskipta og sjálfbærni. Netfang: asdis@icelandair.is


Viðhengi



Attachments

12 Traffic Data