Flotaendurnýjun Icelandair: Samningar um tvær Airbus þotur til viðbótar


Icelandair og CDB Aviation hafa undirritað samninga um langtímaleigu á tveimur nýjum Airbus A321LR þotum til afhendingar á seinni hluta árs 2025.  

Eins og áður hefur verið tilkynnt undirritaði Icelandair samning við Airbus í júlí 2023 um allt að 25 Airbus A321XLR auk þess sem félagið hefur tryggt sér langtímaleigu á fimm nýjum A321LR þotum.  

Airbus A321LR og XLR munu taka við af Boeing 757 þotum Icelandair. Afhending A321LR flugvélanna hefst síðar á þessu ári og XLR vélanna árið 2029.  

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair:  

„Við höldum áfram flotaendurnýjun okkar og það er mjög ánægjulegt að tilkynna um langtímaleigu á tveimur nýjum þotum frá CDB Aviation og efla þannig samstarf fyrirtækjanna. Við höfum þegar hafið undirbúning að innleiðingu þessara öflugu flugvéla sem munu taka við af Boeing 757 vélunum. Þær munu skapa spennandi tækifæri og möguleika á nýjum áfangastöðum ásamt því styðja við sjálfbærnivegferð okkar.“  


Nánari upplýsingar
Fjárfestar: Íris Hulda Þórisdóttir, Forstöðumaður Fjárfestatengsla. Netfang: iris@icelandair.is
Media: Ásdís Pétursdóttir, Forstöðumaður Samskipta og sjálfbærni. Netfang: asdis@icelandair.is