Rannsóknarboranir á Target West svæðinu innan Sava rannsóknarleyfisins staðfesta nýtt 120 km koparbelti í Suður-Grænlandi


TORONTO, ONTARIO, Jan. 24, 2024 (GLOBE NEWSWIRE) -- (“Amaroq” or the “Corporation”)

Rannsóknarboranir á Target West svæðinu innan Sava rannsóknarleyfisins staðfesta nýtt 120 km koparbelti í Suður-Grænlandi

** Borholur í Target West fóru í gegnum kopar í berginu frá yfirborði **

*** Niðurstöðurnar gefa til kynna tilvist nýs 120 km koparbeltis í Suður-Grænlandi ***

TORONTO, ONTARIO – January 24, 2024 – Amaroq Minerals Ltd. (AIM, TSXV, NASDAQ Iceland: AMRQ), an independent mine development corporation with a substantial land package of gold and strategic mineral assets across in Southern Greenland, are pleased to announce the provisional results from its 2023 exploration programme on the Sava copper project, at the centre of the developing South Greenland copper belt.

James Gilbertson, yfirmaður rannsókna hjá Amaroq:

Niðurstöður rannsóknarborana í Sava gefa frekari vísbendingar um gríðarlega stórt kopar/molybdenum svæði á Target West svæðinu. Þessar niðurstöður, á svæði sem áður var litið framhjá, gefa til kynna að þar sé að finna gríðarlega stórt „porphyry“ jarðfræðilíkan. Niðurstöðurnar eru jafnframt til vitnis um styrkleika jarðfræðiteymis Amaroq sem og þeirra rannsóknaraðferða sem félagið hefur tileinkað sér. Target West er fyrsta koparsvæðið af mörgum innan rannsóknarleyfa Amaroq. Við höfum þegar staðfest mælingar með allt að 11.6% kopar í Kopperminebugt, porphyry jarðfræðilíkan í Sava með sýni allt að 2.0% kopar/molybdenum ígildi og mörg önnur samskonar svæði, auk svokallaðra epithermal svæða á belti sem er yfir 120 km langt.

Árið 2023 hefur reynst afar árangursríkt ár og er einungis fyrsta árið af þremur í fullfjármagnaðri rannsóknaráætlun félagsins í Gardaq samstarfinu. Við höfum þegar fundið mikið magn efnis nálægt yfirborði. Við munum í framhaldinu leggja áherslu á svæði þar sem finna má hæsta hlutfallið á hvert tonn (e .grade) af kopar og molybdenum. Haldi rannsóknir okkar áfram að gefa góða raun þá gerum við ráð fyrir að vera í þeirri stöðu að geta skilgreint arðsemi og stærð verkefnis af þessu tagi innan 3-5 ára og í kjölfarið setja upp áætlun til að koma svæðinu í vinnslu.

Helstu atriði

  • Boraðir voru 2200 metrar í fjórum holum á tveimur svæðum innan Sava rannsóknarleyfisins og var verkefnið klárað innan tíma og fjárheimilda.
  • Sava verkefnið er núna skilgreint sem koparbelti sem nær yfir 120km í gegnum Suður-Grænland sem gerir þetta að mögulegu koparbelti á heimsmælikvarða
  • Amaroq hefur þegar skilgreint 36 rannsóknarsvæði á koparbeltinu sem eru líklega beintengd gömlum kvikuhólfum sem urðu til fyrir 1,8 milljörðum árum síðan.
  • Þessar niðurstöður verða samþættar við umfangsmiklar rafsegulsmælingar sem félagið hefur framkvæmt yfir stórum hluta koparbeltisins, og munu niðurstöður þeirra rannsókna verða birtar á öðrum ársfjórðungi.

Target West

  • Target West er fyrsta rannsóknarsvæði Amaroq innan Sava sem fellur undir rannsóknir sem eru langt á veg komnar (e. advanced exploration). Svæðið var fyrst borað árið 2022 þegar kopar og molybdenum fannst á yfir 21 metra við yfirborð í bergi sem kallast Unit 1.
  • Árið 2023 voru boraðar 3 holur og hver og ein fór í gegnum kopar og molybdenum berg í Unit 1 og mældist lengst tæplega 345 metrar, þar af svæði með hátt hlutfall allt að 18 metrar af 0.31% kopar/molybdenum ígildi.
  • Sérfræðingar Amaroq telja að á Target West svæðinu fyrirfinnst svokallað kopar “porphyry” jarðfræðilíkan. Svæði af slíku tagi eiga það til að vera gríðarlega stór, líkt og fyrirfinnst til dæmis í Andes-fjöllum í Suður-Ameríku, þar sem hlutfall kopars er jafnan frá 0,2-1% af kopar, en um er að ræða námusvæði þaðan sem mest magn af kopar er unnið í heiminum.
  • Skoðun á yfirborði og sýnatökur hafa sýnt fram á gríðarstór ummerki kopar og molybdenum á yfirborðinu eða á a.m.k. 3 ferkílómetrar svæði (560 fótboltavellir), sem gefur til kynna að um stórt kerfi sé að ræða.

Target North

  • Fyrsta tilraunaborhola í 2 km löngu svokölluðu epithermal kerfi skilaði ekki neinum málmi
  • Jarðfræðingar Amaroq munu skoða þessar niðurstöður nánar áður en ákvörðun verður tekin um hvort það telst fýsilegt að halda áfram rannsóknum á þessu tiltekna svæði.

References to the accompanying presentation on the Sava results on the website by clicking the link below: https://www.amaroqminerals.com/investors/presentations/