Kvika banki hf.: Tilkynning til eigenda víkjandi skuldabréfa í flokknum KVB 18 02, ISIN IS0000029882, um nýtingu innköllunarheimildar


Kvika banki hf. (“útgefandi”) tilkynnir hér með öllum eigendum víkjandi skuldabréfa í flokknum KVB 18 02, að nafnvirði kr. 800,000,000, sem telja til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2), á gjalddaga í maí 2028 með ISIN: IS0000029882 (“skuldabréfin”) að útgefandinn mun nýta innköllunarheimild sína skv. skuldabréfunum að fullu á næsta vaxtagjalddaga þann 8.maí 2024 og hefur fengið til þess  samþykki frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Innköllunarverð skuldabréfanna verður á pari.

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við fjárfestatengsl Kviku banka á netfanginu  fjarfestatengsl@kvika.is eða í síma 540 3200.