Kaldalón hf.: Tilkynning frá tilnefningarnefnd

Reykjavik, Iceland


Tilnefningarnefnd Kaldalóns gegnir ráðgefandi hlutverki við val á stjórnarmönnum félagsins og tilnefnir frambjóðendur til stjórnarsetu í félaginu. Nánari upplýsingar um hlutverk tilnefningarnefndar og starfsreglur hennar má finna á vef Kaldalóns.  

Tilnefningarnefnd Kaldalóns óskar eftir tillögum að stjórnarmönnum eða tilkynningum um framboð til stjórnarsetu fyrir fyrirhugaðan aðalfund félagsins þann 4. apríl næstkomandi. Óskað er eftir að tillögur að stjórnarmönnum eða tilkynningar um framboð séu send á netfang nefndarinnar,  tilnefningarnefnd@kaldalon.is, ásamt framboðseyðublaði sem finna má á vef Kaldalóns, fyrir kl. 16:00 13. febrúar 2024.  

Almennur framboðsfrestur lýkur fimm dögum fyrir aðalfund félagsins. Starfsemi tilnefningarnefndar takmarkar ekki heimild frambjóðenda til að skila inn framboðum fram að því tímamarki. 

Tillögur tilnefningarnefndar og önnur framboð til stjórnarsetu verða kynnt samhliða fundarboði aðalfundar.