Reginn hf. mun birta samþykkt ársuppgjör 2023, eftir lokun markaða miðvikudaginn 14. febrúar 2024.
Af því tilefni býður Reginn hf. til rafræns kynningarfundar samdægurs kl. 16:15.
Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri Regins hf. mun kynna uppgjörið og svarar spurningum að lokinni kynningu. Hægt er að senda fyrirspurnir á fjarfestatengsl@reginn.is fyrir fundinn og meðan á kynningu stendur sem svarað verður að kynningu lokinni.
Fundinum verður varpað í gegnum netið á eftirfarandi slóð:
https://vimeo.com/event/4043806/329cf1daca
Nánari upplýsingar veitir Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Regins hf., sími: 821 0001