Þann 8. júní 2023 tilkynnti Reginn hf. („Reginn“) um ákvörðun stjórnar um að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eik fasteignafélags hf. („Eik“) („tilboðið“). Í kjölfarið birti félagið opinbert tilboðsyfirlit, dags. 10. júlí 2023, sbr. viðauka, dags. 14. september 2023, vegna tilboðsins.
Tilboðið er meðal annars háð því skilyrði að Samkeppniseftirlitið geri ekki athugasemdir við yfirtökuna sem Reginn sættir sig ekki við. Þann 29. september 2023 skilaði félagið inn samrunaskrá til Samkeppniseftirlitsins sem hefur nú samkeppnisleg áhrif samrunans til rannsóknar.
Regin hefur borist andmælaskjal frá Samkeppniseftirlitinu sem er liður í hefðbundinni málsmeðferð þess. Andmælaskjalið er ritað í þeim tilgangi að auðvelda Regin að nýta andmælarétt sinn samkvæmt stjórnsýslulögum og stuðla að því að rétt ákvörðun verði tekin í málinu. Skjalið felur í sér frummat Samkeppniseftirlitsins en felur ekki í sér bindandi stjórnvaldsákvörðun og kann að taka breytingum eftir því sem rannsókninni vindur fram. Í skjalinu er frumniðurstöðu eftirlitsins lýst en hún er sú að samruninn hindri virka samkeppni og verði að óbreyttu ekki samþykktur án íhlutunar.
Greining á frumniðurstöðum stendur yfir og hefur Reginn frest til 21. febrúar 2024 til að skila inn athugasemdum, óska eftir sáttaviðræðum og leggja fram tillögur að mögulegum skilyrðum til Samkeppniseftirlitsins. Reginn mun á næstu dögum eiga viðræður við eftirlitið vegna andmælaskjalsins.
Nánari upplýsingar veitir:
Halldór Benjamín Þorbergsson– Forstjóri Regins – hb@reginn.is - s. 821-0001