Reitir birta ársreikning 2023 og uppgjör fjórða fjórðungs eftir lokun markaða mánudaginn 12. febrúar n.k.
Af því tilefni er fjárfestum og markaðsaðilum boðið til fundar þar sem Guðjón Auðunsson, forstjóri og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, kynna uppgjörið.
Fundurinn verður haldinn kl. 8:30, þriðjudaginn 13. febrúar n.k. á skrifstofu Reita, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík. Fundinum er jafnframt streymt í gegnum netið á slóðinni https://vimeo.com/event/4072633/embed/5a3046d525/interaction.
Fjárfestar sem fylgjast með streymi geta sent spurningar sem óskað er eftir að verði teknar fyrir á fundinum á netfangið fjarfestatengsl@reitir.is.
Upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í 669 4416 eða einar@reitir.is.