Kvika banki hf.: Birting ársreiknings og kynningarfundur fimmtudaginn 15. febrúar


Áætlað er að stjórn Kviku banka hf. samþykki ársreikning samstæðunnar fyrir árið 2023 á stjórnarfundi fimmtudaginn 15. febrúar og verður hann birtur í kjölfarið, eftir lokun markaða.

Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn sama dag, fimmtudaginn 15. febrúar kl. 16.15, í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð í Katrínartúni 2, 105 Reykjavík.

Fundinum verður streymt á íslensku en upptaka með enskum texta verður einnig gerð aðgengileg síðar á vefsvæði Kviku.

Hægt er að senda tölvupóst með spurningum fyrir fund eða á meðan honum stendur á fjarfestatengsl@kvika.is

Fjárfestakynning sem verður farið yfir á fundinum verður gerð aðgengileg fyrir fundinn.