Icelandair Group hf. - Aðalfundur 7. mars 2024


Rafrænn fundur - Bein útsending frá Berjaya Iceland Hotels Reykjavík Natura - kl. 16:00

Stjórn Icelandair Group hefur ákveðið að aðalfundur félagsins þann 7. mars 2024 verði haldinn rafrænt, sbr. grein 4.6 í samþykktum félagsins. Hluthafar sem hyggjast sækja fundinn skulu tilkynna þátttöku sína með þriggja daga fyrirvara og leggja fram skriflegar spurningar varðandi dagskrá eða gögn sem lögð verða fram á fundinum og þeir óska svara við, sbr. grein 4.4 í samþykktum félagsins. Skráning á fundinum fer fram í gegnum www.icelandairgroup.com/agm. Skráðir þátttakendur munu fá sendar upplýsingar í tölvupósti fyrir fundinn um hvernig þeir geta tekið þátt og greitt atkvæði ásamt tengli á beina útsendingu fundarins. Fundinum verður streymt beint frá Reykjavík Natura hótelinu en opið verður fyrir mætingu á staðinn. Atkvæðagreiðsla og umræður verða þó einungis rafrænar. Fundurinn verður haldinn á íslensku en bein þýðing á ensku verður í boði bæði í beinni útsendingu í streyminu og á fundarstað.

DAGSKRÁ

  1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár
  2. Staðfesting ársreiknings og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu
  3. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna
  4. Tillögur félagsstjórnar um starfskjarastefnu
  5. Skýrsla og tillögur tilnefninganefndar um skipan stjórnar
  6. Kosning tveggja fulltrúa í tilnefningarnefnd
  7. Kosning stjórnar félagsins
  8. Tilnefning til endurskoðunarnefndar
  9. Kosning endurskoðanda
  10. Kaupréttarkerfi
  11. Breyting á samþykktum félagsins
  12. Heimild til kaupa á eigin bréfum
  13. Önnur mál löglega fram borin

Nánari upplýsingar:

Ari Guðjónsson, yfirlögfræðingur

Netfang: ari@icelandairgroup.is, sími: +354 661-2188

Viðhengi



Attachments

AGM2024 - Dagskrá og tillögur nomination-committee-report-2024 Remuneration_Policy